Leita í fréttum mbl.is

Ekki Evrópusambandið

Það virðist sem við séum einmitt að sjá núna glæðurnar af þessu blessaða Evrópusambandi en það er einmitt þessi Evrópusambandsreglugerð sem Hjúkrunarfræðingarnir okkar vilja ekki fá hingað til Íslands.

  • Hjúkrunarfræðingar mótmæla vaktareglugerð ESB.
  • Vörubílstjórar mótmæla Evrópureglugerðinni hvað varðar skylduhvíldartíma á 4,5 klukkustunda fresti.
  • Smábóndinn mótmælir nýju matvælareglugerð ESB sem krefur um milljónir í aukaútgjöld vegna eftirlits.
  • Sjómaðurinn mótmælir sjávarútvegsstefnu ESB.
  • Aðrir mótmæla ESB vegna þeirra þjóðarauðlinda sem færu á opinn markað innan ESB.

Á sama tíma lofsama örfáir stórfyrirtækjaeigendur ESB og af hverju ætli það sé? Ætli það sé ekki bara útaf því að lagaumhverfi ESB er sniðið fyri stórfyrirtæki.

Við Íslendingar sitjum á auðæfum og við þurfum að verja þær.

  • Það er búið að stela af okkur fiskinum en enn sem komið er þurfum við ekki að fara í millilandadeilur til þess að ná honum til baka.
  • Það er verið að stela orkunni en enn sem komið er þurfum við ekki að fara í millilandadeilur til þess að ná henni til baka. 
  • Næstkomandi nóvember á svo að stela vatninu með lögbundnu eignarhaldi á vatni.
  • Fari svo að við göngum í ESB munum hvernig verður þetta þá, geta þeir sem eiga fiskikvótann ekki bara selt hann úr landi, geta ekki þeir sem eiga orkuframleiðslufyrirtækin selt þau úr landi, geta þeir sem eiga vatnsréttindi ekki bara selt þau úr landi, geta þeir sem eiga jarðir ekki bara selt þær úr landi.

Sá verslunareigandi sem leyfir þjóf að fara ránshendi um verslun sína mun að lokum tapa henni.

Ef við Íslendingar förum ekki að verja okkar eigur þá munum við að lokum tapa þeim.

Viðar H. Guðjohnsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

L U F

Landssamband ungra frjálslyndra
Landssamband ungra frjálslyndra
Landssamband ungra frjálslyndra er vettvangur fyrir ungt fólk sem vill taka virkan þátt í stjórnmálastarfi Frjálslynda flokksins. Markmið sambandsins er að styrkja grunnstoðir Frjálslynda flokksins.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 4575

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband