Leita í fréttum mbl.is

Stjórn Ungra frjálslyndra fordæmir dráp hvítabjarnarins

Landssamband ungra frjálslyndra fordæmir þá ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra að láta fella hvítabjörninn sem gekk um hlíðar tindastóls síðastliðinn þriðjudag.

Með ákvörðun sinni hefur umhverfisráðherra fórnað mikilvægum einstaklingi í afar viðkvæmu vistkerfi norður heimskautsins og jafnframt atað hendur sínar blóði.

Stjórn ungra frjálslyndra skorar jafnframt á Þórunni Sveinbjarnardóttur að láta af embætti vegna þessara afglapa í embætti og bendir á að hvítabjörninn er friðaður samkvæmt íslenskum lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda ykkur á að lesa lögin áður en þið ályktið um mál í lögununum stendur:

16. gr. Hvítabirnir.
Hvítabirnir eru friðaðir samkvæmt lögum þessum á landi, hafís og á sundi, sbr. þó 3. mgr.
[Gangi hvítabjörn á land þar sem fólki eða búfénaði er ekki talin stafa bráð hætta af er Umhverfisstofnun heimilt að láta fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum.]1)
Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af.
Hafi hvítabjörn verið felldur skv. 3. mgr. skal það tilkynnt umhverfisráðherra án tafar og getur hann þá krafist þess að björninn verði afhentur Náttúrufræðistofnun Íslands til athugunar og ráðstöfunar, enda greiði ríkissjóður áfallinn kostnað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.6.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

L U F

Landssamband ungra frjálslyndra
Landssamband ungra frjálslyndra
Landssamband ungra frjálslyndra er vettvangur fyrir ungt fólk sem vill taka virkan þátt í stjórnmálastarfi Frjálslynda flokksins. Markmið sambandsins er að styrkja grunnstoðir Frjálslynda flokksins.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband