Leita í fréttum mbl.is

Stuðningsyfirlýsing ungra frjálslyndra við Ásmund Jóhannsson

Ungir frjálslyndir lýsa yfir fullum stuðningi við Ásmund Jóhannsson, sjómann, sem nýverið hóf að nýta sér þau almennu mannréttindi sem ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að hundsa og brjóta í þágu örfárra fjármagnsafla.

Í málefnahandbók Frjálslynda flokksins segir að þau lönd sem eru meðlimir í Sameinuðu Þjóðunum eigi að uppfylla skyldur sínar gagnvart samtökunum og beri að svipta þau atkvæðisrétti sínum innan samtakanna geri þau það ekki.

Þar sem íslenska ríkið hefur ákveðið að uppfylla ekki þau tilmæli mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem brýtur ekki mannréttindi, ályktar stjórn Ungra frjálslynda að samkvæmt því ætti að svipta íslenska ríkið atkvæðisrétti sínum innan Sameinuðu þjóðanna.

Fyrir hönd stjórnar Ungra frjálslyndra,

Viðar Guðjohnsen,

Formaður Ungra frjálslyndra


Menningarlegur stöðugleiki

Menningarlegur stöðugleiki er grundvöllur sameiningar og stuðlar að auknum framförum þjóðarinnar. Til þess að viðhalda menningarlegum stöðugleika er mikilvægt að stefna ríkisins í málefnum útlendinga sé skýr.

Fyrir stuttu lagði ég það til við Landsráð Frjálslynda flokksins að Frjálslyndi flokkurinn leggi grundvallaráherslu á að íslenska þjóðin hafi ávallt stjórn á því hverjir og hversu margir útlendingar ákveða að flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma.

Annars þurfa þeir sem fara með vald þjóðarinnar að gera sér grein fyrir vilja þjóðarinnar og hætta að fara hvað eftir annað gegn vilja hennar.

En hver er vilji þjóðarinnar?

Hvað vill þjóðin?

Hvað viljum við Íslendingar þegar kemur að málefnum flóttamanna? Hvað viljum við þegar kemur að málefnum farandverkamanna? Hvað viljum við þegar kemur að málefnum nýbúa? Hvað viljum við þegar kemur að málefnum ferðamanna?

Hvað viljum við Íslendingar þegar kemur að skólakerfinu? Viljum við fá sama upplausnarástand í íslenska skólakerfið eins og ríkir í Bretlandi þegar enskumælandi kennari þarf jafnvel að kenna bekk sem talar 20 mismunandi tungumál og ekkert af því er enska. Hér á Íslandi eru þess dæmi um að 3-4 tungumál séu töluð í sama bekknum. Er slíkt álag á kennara eitthvað sem við viljum? Er slíkt álag bjóðandi okkar börnum? Er slík námsskerðing bjóðandi íslenskum börnum?

Hvað viljum við Íslendingar þegar kemur að heilbrigðiskerfinu? Viljum við svipað ástand á íslenskum sjúkrahúsum og er í sjúkrahúsum Englands? Viljum við að eldri borgarar séu settir á enn lengri biðlista? Við höfum bara ákveðið mikið af fagmenntuðu fólki í heilbrigðisgeiranum og við getum ekki séð tugþúsundum manna aukalega fyrir heilbrigðisþjónustu.

Hvað viljum við Íslendingar þegar kemur að réttindum íslenskra verkamanna? Viljum við áframhaldandi ógnarjafnvægi þar sem íslenski launamaðurinn hefur engin vopn í hendi sér á meðan atvinnurekandinn getur alltaf fundið ódýrari hæfari starfsmann í gegnum hið frjálsa flæði erlendra verkamanna? Viljum við skert lífskjör íslenskra launamanna? Viljum við sama ástand hér eins og í Skotlandi þar sem enginn kemst yfir lágmarkstaxta?

Hvað viljum við Íslendingar þegar kemur að atvinnuleysisbótum? Viljum við leyfa farandverkamönnum að taka atvinnuleysisbætur? Hvað viljum við að einstaklingur þurfi að hafa verið búsettur hér lengi til þess að fá aðgang að atvinnuleysisbótum?

Hvað viljum við Íslendingar þegar kemur að glæpum útlendinga? Viljum við áframhaldandi aukningu á glæpum? Viljum við aukna skipulagningu í fíkniefnaheiminum? Viljum við aukna tíðni erlendra glæpahringa sem stunda mansal, fíkniefnasölu, líkamsmeiðingar og pyntingar? Viljum við að erlendir axa- eða sveðjumorðingjar geti leitað sér athvarfs á Íslandi?

Hvað viljum við Íslendingar þegar kemur að aðlögun og skildum innflytjenda? Viljum við enda með sama menningarlega óstöðugleika og nágrannaþjóðir okkar þar sem stór hluti innflytjenda og jafnvel innfæddra barna og barnabarna neitar að aðlagast samfélaginu? Hvaða skyldur viljum við setja þeim sem fá leyfi til þess að setjast hér að, hvort sem við köllum þá landnema eða innflytjendur.

Það er bara tímaspursmál hvenær strangari innflytjendastefna sem byggir á fjöldastýringu verður lögfest.

Af hverju ekki að koma með hana áður en allt fer á versta veg og menningarlegi óstöðugleikinn hefur étið upp sameiningu landans?

Viðar Helgi Guðjohnsen


L U F

Landssamband ungra frjálslyndra
Landssamband ungra frjálslyndra
Landssamband ungra frjálslyndra er vettvangur fyrir ungt fólk sem vill taka virkan þátt í stjórnmálastarfi Frjálslynda flokksins. Markmið sambandsins er að styrkja grunnstoðir Frjálslynda flokksins.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 4783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband